AIC – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/ 

 
AIC B 002 / 2019
Effective from  16 AUG 2019
Published on 16 AUG 2019
 
 
Að taka við og skila af sér loftfari /
To receive and deliver an aircraft
 

Efnisleg ábyrgð: Samgöngustofa 

1 Til flugmanna og flugvéltækna einka- og kennsluloftfara

Samgöngustofa vill benda á að það hafa komið upp tilvik þar sem ekki hefur verið vandað til fyrirflugskoðunar sem skyldi og bendir á að það er á ábyrgð flugstjóra að ganga úr skugga um, fyrir hvert flug, að loftfarið sé lofthæft.
 

Bilun getur komið fram í loftfarinu þar sem aðstæður til viðgerða eru ekki góðar. Í öllum tilvikum þegar bilun á sér stað í loftfari skal kallaður til flugvéltæknir sem skoðar loftfarið til að finna bilunina og greina orsakir hennar.

Að lokinni greiningu bilunarinnar er oft hægt að gera við loftfarið á staðnum og lýsir þá flugvéltæknirinn loftfarið lofthæft, en í sumum tilvikum gerist það að sækja þarf varahluti og verkfæri til að hægt sé að ljúka verkinu.

Í þeim tilvikum gerist það stundum að flugvéltæknirinn lokar hreyfilhlífum og e.t.v. fleiri lokum vegna veðurfars þegar hann telur að það gæti dregist á langinn að útvega íhlutina eða verkfærin, t.d. ef loftfarið er á öðrum flugvelli en þeim þar sem viðhaldsaðstaða er fyrir hendi. Þegar svo er ber flugvéltæknirinn ábyrgð á því að ganga svo frá loftfarinu að ekki sé um villst að það sé óflughæft, hvað þá ólofthæft.

Sá flugmaður sem ætlar að fljúga loftfarinu næst þarf að vanda sérstaklega til fyrirflugsskoðunar og ganga úr skugga um að loftfarið hafi verið lýst lofthæft.

 

Upplýsingabréf fellt út gildi:

B 003 / 2017

Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:

Ekkert

 

 

ENDIR / END